Íslenskur efnahagur sér á báti

Enginn reiknaði með svona miklum hagvexti.
Enginn reiknaði með svona miklum hagvexti. mbl.is/Ómar Óskarsson

Hagvöxtur mældist 7,2% á síðasta ári og er það vel umfram væntingar. Greiningardeild Landsbankans var næst þessu með spá um 6,1% hagvöxt en aðrir spámenn gerðu ráð fyrir í mesta lagi 5% hagvexti. 

Seðlabankinn endurskoðaði hagvaxtarspá sína til hækkunar nú í febrúar og gerði ráð fyrir að hagvöxturinn yrði 6% á síðasta ári. Í nóvember síðastliðnum gerði Seðlabankinn ráð fyrir að hagvöxturinn yrði 5%.

Í Hagsjá Landsbankans er bent á að efnahagsþróunin á Ísland skeri sig verulega úr þegar litið er til þeirra landa sem birt hafa hagvaxtartölur fyrir árið 2016. Hagvöxtur á Íslandi var mun meiri en í öllum OECD-ríkjunum. Horft yfir heiminn í heild mældist hagvöxtur aðeins meiri í einu ríki á síðasta ári, Indlandi, þar sem áætlað er að hagvöxturinn hafi numið 7,5%.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK