Sjöfaldur íbúafjöldi í heimsókn

Íslandsbanki býst við að ferðamenn verði 2,3 milljónir í ár.
Íslandsbanki býst við að ferðamenn verði 2,3 milljónir í ár. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Næsta sumar verður fimmti hver maður hér á landi ferðamaður samkvæmt nýrri spá Íslandsbanka sem reiknar með 2,3 milljónum erlendra gesta á næsta ári. Er þetta þrjátíu prósent fjölgun milli ára og gangi spáin eftir mun ferðamönnum fjölga um 530 þúsund. Væri það enn eitt metið á eftir öðrum metárum.

Samkvæmt nýrri skýrslu Íslandsbanka um vöxt íslenskrar ferðaþjónustu sem kynnt var í morgun er útlit fyrir að vöxtur greinarinnar verði hraður í ár í kjölfar mikillar vaxtarára.

Þrátt fyrir að þetta yrð mesti vöxtur í fjölda talið sem mælst hefur á einu ári dregur úr hlutfallslegri fjölgun milli ára. Í fyrra mældist vöxturinn fjörtíu prósent en yrði þrjátíu prósent ef spáin gengur eftir.

Hlutfallið hátt í alþjóðlegum samanburði

Ef 2,3 milljónir ferðamanna sækja Ísland heim á þessu ári líkt og spáin segir er það ríflega sjöfaldur íbúafjöldi í landinu og hefur það hlutfall aldrei verið hærra. Þetta hlutfall er einnig mjög hátt í alþjóðlegum samanburði og að teknu tilliti til meðaldvalarlengdar má reikna með að ferðamenn verði ríflega einn af hverjum fimm sem hér verða á landi næsta sumar.

Að sögn Íslandsbanka gefur þetta vísbendingu um að umfang ferðaþjónustunnar reyni á innviði. Hins vegar sé hlutfall ferðamanna á móti landrými lágt en flestir ferðamenn koma hingað til að njóta náttúrunnar. Mikill fjöldi ferðamanna og hröð fjölgun þeirra skapi þó eðli málsins samkvæmt aukið álag á helstu ferðamannastöðum.

mbl
mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK