Föt og skór hækkuðu í verði um 7,9%

Vísitala neysluverðs hækkaði í mars um 0,07% frá fyrri mánuði. Vísitala neysluverðs án húsnæðis lækkaði um 0,28% frá febrúar 2017.

Verð á fötum og skóm hækkaði um 7,9% (áhrif á vísitölu 0,30%) og kostnaður vegna búsetu í eigin húsnæði (reiknuð húsaleiga) hækkaði um 1,7% (0,28%). Ferðir og flutningar lækkuðu um 1,7% (-0,25%), verð á mat og drykkjarvörum lækkaði um 0,8% (-0,13%) og húsgögn og heimilisbúnaður lækkuðu um 2,7% (-0,11%), segir í frétt á vef Hagstofu Íslands.

Síðastliðna tólf mánuði hefur vísitala neysluverðs hækkað um 1,6% en vísitalan án húsnæðis hefur lækkað um 1,7%. Verðbólgan er því enn töluvert undir markmiðum Seðlabankans en verðbólgumarkmið Seðlabanka Íslands er 2,5%.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK