Með einkarétt á auðkenninu TALENT

Talent heldur því fram að með því að loka aðgangi …
Talent heldur því fram að með því að loka aðgangi fyrirtækisins að léninu talent.is hafi Fast ráðningar orðið til þess að Talent missti af 15-20 milljón króna samningi fyrir H&M um ráðningar hér á landi.

Talent ráðningar og ráðgjöf eru með einkarétt á auðkenninu TALENT og er Fast ráðningum nú bannað að nota lénið talent.is vegna hættu á ruglingi milli fyrirtækjanna.

Þetta kemur fram í ákvörðun Neytendastofu en Talent ráðningar og ráðgjöf ehf. kvartaði yfir notkun Fast ráðninga á léninu talent.is og fór fram á að félaginu yrði bönnuð öll notkun auðkennisins TALENT. Bæði fyrirtækin starfa við starfsmannaráðningar og ráðgjöf til fyrirtækja því tengdu og eru því keppinautar á markaði. 

Lénið talent.is var áður í notkun fyrirtækisins Talent ráðningar og ráðgjöf en þegar skráður rétthafi lénsins lét af störfum hjá fyrirtækinu hófu Fast ráðningar notkun lénsins. Fast ráðningar notuðust við lénið talent.is með þeim hætti að notandi sem sló vefslóðina inn í vafra var sjálfkrafa fluttur á vefslóðina fastradningar.is. Við meðferð málsins hjá Neytendastofu var annarri notkun auðkennisins hætt af hálfu Fast ráðninga. 

Í ákvörðun Neytendastofu er farið yfir þær deilur sem urðu vegna notkunar á léninu en m.a. heldur Talent því fram að með því að loka aðgangi fyrirtækisins að léninu talent.is hafi Fast ráðningar orðið til þess að Talent missti af 15-20 milljón króna samningi fyrir H&M um ráðningar hér á landi. 

 „Þeir samningar voru á algeru lokastigi þegar vefsíðan hafi verið tekin niður og Talent ráðningar og ráðgjöf hafi meira eða minna orðið sambandslaust við viðskiptavini og verðandi viðskiptavini eins og H&M," segir í niðurstöðu Neytendastofu.  

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK