Hátíska á 763 milljarða

Christian Dior Couture verslun við avenue Montaigne í París.
Christian Dior Couture verslun við avenue Montaigne í París. AFP

Franska lúxusvörusamsteypan LVMH ætlar að kaupa Christian Dior Couture, sem er að fullu í eigu Christian Dior SA, á 6,5 milljarða evra, sem svarar til 763 milljarða króna.

Á sama tíma ætlar Arnault-fjölskyldan, sem á 74% hlut í móðurfélaginu, Christian Dior SA, að yfirtaka þau 26% sem eftir standa í því. Þetta er gert til þess að straumlínulaga núverandi hluthafahóp, sagði fjármálastjóri LVMH, Jean-Jacques Guiony, á símafundi með fréttamönnum í dag.

Christian Dior Couture/LVMH.
Christian Dior Couture/LVMH. AFP

Christian Dior Couture varð til fyrir sjötíu árum og er eitt helsta vörumerki tískuheimsins í dag, samkvæmt tilkynningu. Meðal vöruúrvals þess eru leðurvörur, hátískufatnaður, skartgripir og skór. Alls eru reknar 198 verslanir undir nafni fyrirtækisins og segir í tilkynningu að salan hafi tvöfaldast á síðustu fimm árum.

Í fyrra námu tekjurnar rúmum tveimur milljörðum evra og rekstrarhagnaðurinn nam 270 milljónum evra. 

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK