Segir ráðherra ekki geta falið sig á bakvið plástralækningar

Helga Árnadóttir framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar.
Helga Árnadóttir framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar. mbl.is/Kristinn Ingvarsson

Framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar segist vera fylgjandi afnámi gistináttaskatts en ekki sé hægt að tengja þær breytingar og færslu ferðaþjónustunnar í efsta þrep virðisaukaskattskerfisins saman. Greint er frá þessu á vef Túrista en sami miðill sagði frá því í dag að Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, ráðherra ferðamála, hefði lýst því yfir að hún vilji sjá gistináttaskattinn, sem settur var á 2012, felldan niður eða fluttan til sveitarfélaga í tengslum við færslu ferðaþjónustunnar upp í efsta þrep virðisaukaskattskerfisins.

„Afnám gistináttaskatts kemur ekki í staðinn fyrir tvöföldun á virðisaukaskatti. Til þess eru áhrifin svo gríðarlega ólík. Ráðherra ferðamála getur ekki falið sig á bak við tillögur um svona plástralækningar þegar ríkisstjórnin er að undirbúa að höggva svöðusár í ferðaþjónustuna í landinu,“ er haft eftir Helgu Árnadóttur, framkvæmdastjóra Samtaka ferðaþjónustunnar í frétt Túrista.

Eins og fram kom fyrr í dag er formleg vinna við útfærslu tillögu Þórdísar Kolbrúnar um breytingar á gistináttaskatti ekki hafin að sögn aðstoðarmanns ráðherrans en skatturinn nemur í dag 100 krónum á hverja gistieiningu. Hann hækkar upp í 300 krónur í haust. Þann 1. júlí á næsta ári mun svo virðisaukaskattur á ferðaþjónustu, og þar með gististaði, fara úr 11% í 24%. Í árbyrjun 2019 fer hann svo niður í 22,5% en Danmörk er eina landið í Evrópu með hærri virðisaukaskatt á ferðaþjónustu eða 25%.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK