Jens Garðar nýr varaformaður SA

Jens Garðar Helgason.
Jens Garðar Helgason. mbl.is/Árni Sæberg

Jens Garðar Helgason var kjörinn varaformaður Samtaka atvinnulífsins fyrir starfsárið 2017-2018. Kjörið fór fram á fyrsta fundi nýrrar stjórnar SA.  

Jens Garðar er formaður Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi (SFS) og framkvæmdastjóri Fiskimiða. Hann hefur átt sæti í framkvæmdastjórn SA frá árinu 2015, að því er fram kemur í tilkynningu.

Jens Garðar tekur við af Guðrúnu Hafsteinsdóttur sem verið hefur varaformaður SA frá 2015.

Í dag var ný framkvæmdastjórn Samtaka atvinnulífsins einnig kosin fyrir starfsárið 2017-2018. Árni Sigurjónsson, Heiðrún Lind Marteinsdóttir og Lilja Björk Einarsdóttir koma ný inn í framkvæmdastjórnina.

Framkvæmdastjórn SA 2017-2018

  • Eyjólfur Árni Rafnsson, formaður.
  • Jens Garðar Helgason, varaformaður.
  • Árni Sigurjónsson.
  • Grímur Sæmundsen.
  • Guðrún Hafsteinsdóttir.
  • Heiðrún Lind Marteinsdóttir.
  • Lilja Björk Einarsdóttir.
  • Margrét Sanders.
mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK