Nefndarskipan um aflaheimildir á lokametrum

Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, ásamt Bjarna Benediktssyni forsætisráðherra.
Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, ásamt Bjarna Benediktssyni forsætisráðherra. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Skipan nefndar sem vinna mun tillögur að framtíðarfyrirkomulagi gjaldtöku og úthlutunar aflaheimilda er ekki frágengin þótt annað hafi mátt ráða af skrifum Þorgerðar Katrínar Gunnarsdóttur, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, í Fréttablaðinu í dag. 

Í grein Þorgerðar kom fram að hún hefði skipað þverpólitíska nefnd með fulltrúum allra flokka um málið. Nefndin á að skila tillögum sínum í lok þessa árs og í kjölfarið fær Alþingi það hlutverk að vinna úr þeim með lagasetningu.

Að sögn upplýsingafulltrúa atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins er skipan nefndarinnar á lokametrunum.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK