Gerir ráð fyrir að fargjöld lækki meira

Þota Ryanair.
Þota Ryanair. AFP

Breska flugfélagið Ryanair gerir ráð fyrir því að flugfargjöld muni halda áfram að lækka og gerir ráð fyrir 5-7% lækkun fram að mars á næsta ári. Meðal ástæðna lækkananna er veikt pund en á síðasta fjárhagsári lækkuðu fargjöld félagsins um 13%.

Greint er frá þessu á vef BBC.

Lækkandi fargjöld virðast ekki hafa haft mikil áhrif á hagnað félagsins en hann nam 1,14 milljarði punda eða því sem nemur 145,9 milljörðum íslenskra króna, á síðasta fjárhagsári þar sem að farþegum fjölgaði.

Hlutabréf í félaginu lækkuðu um 1,5% í morgun en þau hafa hækkað um fimmtung á þessu ári.

Ferðir Ryanair á hverjum degi eru 1.800 talsins í 33 löndum. Þrátt fyrir lækkandi fargjöld býst félagið við því að hagnaður félagsins á þessu fjárhagsári muni aukast um 8%.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK