794 innlendir fjárfestar fóru fjárfestingarleið

Seðlabanki Íslands.
Seðlabanki Íslands. mbl.is/Ómar Óskarsson

Samtals fengu fjárfestar sem komu með fjármuni til landsins í gegnum fjárfestingarleið Seðlabanka Íslands 31 milljarð í afslátt á árunum 2012-2015. Gerð voru 1.282 tilboð og var 1.074 þeirra tekið og nam heildarupphæð þeirra 550 milljónum evra. Þurftu fjárfestar jafnframt að selja erlendan gjaldeyri jafnhárri þeirri upphæð sem var í útboðinu. Samtals komu því 1.100 milljónir evra til landsins á grundvelli fjárfestingarleiðarinnar, eða 206 milljarðar. Þetta kemur fram í svari fjármálaráðherra við fyrirspurn Björns Leví Gunnarssonar.

Um 47% af gjaldeyrinum var ráðstafað í kaup á skuldabréfum, 40% til kaupa á hlutabréfum, 12% til kaupa á fasteignum og um 1% til kaupa á hlutdeildarskírteinum verðbréfasjóða.

Þegar skoðað er hvernig þátttaka í fjárfestingarleiðinni skiptist milli einstaklinga og lögaðila kemur í ljós að 316 lögaðilar tóku þátt í útboðunum fyrir samtals 170 milljarða. Aftur á móti tóku 758 einstaklingar þátt og nam fjárfesting þeirra 36 milljörðum króna.

Greining Seðlabankans sýnir að 794 innlendir fjárfestar stóðu að baki 35% fjárfestingarinnar en 280 erlendir aðilar að baki 65%. Eru þá erlend félög í eigu innlendra aðila talin sem innlendir fjárfestar. 

Björn spyr hversu hátt hlutfall gjaldeyrisinnstreymisins megi ætla að hafi verið sýndarviðskipti og svarar Seðlabankinn því svo að hann fái ekki séð að sýndarviðskipti hafi verið möguleg miðað við reglurnar í kringum útboðin.

Þegar horft er til búsetulands þess fjárfestis sem kom að viðskiptunum sést að langflestir eru búsettir á Íslandi eða 301. Næstflestir voru búsettir í Bandaríkjunum eða 98 talsins og 97 í Bretlandi. Þar á eftir komu Noregur, Svíþjóð, Lúxemborg, Sviss og Danmörk.

Hæsta upphæðin kom aftur á móti frá fjárfestum búsettum í Lúxemborg, eða 207 milljónir evra. Næst þar á eftir komu fjárfestar frá Sviss með 186 milljónir evra og í þriðja sæti íslenskir fjárfestar með 160 milljónir evra.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK