Fleiri ætla að ferðast í sumar

Þeir sem búsettir voru á landsbyggðinni eða 44% aðspurðra voru …
Þeir sem búsettir voru á landsbyggðinni eða 44% aðspurðra voru töluvert líklegri en þeir sem búsettir voru á höfuðborgarsvæðinu eða 33% aðspurðra til þess að ferðast innanlands í sumarfríi sínu. mbl.is/Ómar Óskarsson

91% Íslendinga sem spurðir voru í könnun MMR ætla að ferðast í sumarfríi sínu, annað hvort innanlands, utanlands eða bæði. Þetta er aukning frá síðasta ári þegar að rúm 85% sögðust ætla að ferðast í fríinu.

Hlutfall þeirra sem ætluðu að ferðast eingöngu innalands í sumarfríinu mældist örlítið hærra en árið 2016 eða 37% samaborið við 36% í fyrra Sömu sögu var að segja um hlutfall þeirra sem ætluðu að ferðast eingöngu utanlands í sumarfríinu en það var 15% samaborið við 14% árið 2016. Þeir Íslendingar sem ætluðu bæði að ferðast innlands sem og utan í sumarfríinu hækkaði upp í 39% samanborið við 35% árið 2016.

Fólk á landsbyggðinni líklegra til að ferðast innanlands

Þeir sem búsettir voru á landsbyggðinni eða 44% aðspurðra voru töluvert líklegri en þeir sem búsettir voru á höfuðborgarsvæðinu eða 33% aðspurðra til þess að ferðast innanlands í sumarfríi sínu. Aftur á móti voru þeir sem búsettir voru á höfuðborgarsvæðinu líklegri en þeir sem búsettir voru á landsbyggðinni til að ferðast bæði innan- og utanlands.

Því hærri sem heimilistekjur svarenda voru því líklegri voru þeir til að segjast ætla að ferðast, hvort sem það var innan- eða utanlands eða bæði. Þannig sögðust 85% þeirra sem höfðu heimilistekjur undir 400 þúsund ætla að ferðast í sumarfríinu á meðan 95% þeirra með sem höfðu milljón eða meira í heimilistekjur sögðust ætla að ferðast í sumarfríinu. Jafnframt kom í ljós að aldurshópurinn 18-29 ára var líklegri en aðrir aldurshópar til að ferðast bæði innan- og utanlands eða 94%. 

Stuðningsfólk Samfylkingar líklegast til að fara erlendis

Það reyndist einnig munur á ferðahögum eftir stjórnmálaskoðunum. Þar kom í ljós að stuðningsfólk Vinstri grænna var sá hópur sem líklegastur var til að ferðast einungis innanlands í sumarfríi sínu eða 47%. Þeir hópar sem reyndust ólíklegastir til að ferðast utanlands í sumarfríi sínu voru Vinstri græn, Píratar og Viðreisn, allir jafnir með 10%. Hins vegar voru stuðningsfólk Samfylkingarinnar líklegust til að fara erlendis í sumarfrí eða tæp 19%.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK