Kvika kaupir Virðingu

Kvika hefur keypt 96,69% hlutafjár í Virðingu. Verður bankinn rekinn …
Kvika hefur keypt 96,69% hlutafjár í Virðingu. Verður bankinn rekinn undir nafni Kviku. Golli / Kjartan Þorbjörnsson

Eigendur 96,69% hlutafjár í Virðingu hafa samþykkt tilboð stjórnar Kviku í hlutafé fyrirtækisins, en skilyrði var að tilboðið yrði samþykkt af eigendum meira en 90% hlutafjár. Kaupverð nemur 2.560 milljónum króna og verður greitt með reiðufé. Kaupin eru áfram háð samþykki á hluthafafundi Kviku og samþykkis eftirlitsstofnana. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Kviku.

Stefnt er að því að sameina félögin undir nafni Kviku, en sameinað félag verður með um 235 milljarða króna í eignastýringu og fjölda sjóða í rekstri.

Hjá Kviku starfa 86 sérfræðingar. Bankinn er í eigu lífeyrissjóða, fyrirtækja og einstaklinga. Forstjóri hans er Ármann Þorvaldsson og formaður stjórnar Þorsteinn Pálsson.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK