Öllum sagt upp hjá Neytendasamtökunum

Ólafur Arnarson er formaður Neytendasamtakanna.
Ólafur Arnarson er formaður Neytendasamtakanna. mbl.is/Árni Sæberg

Stjórn Neytendasamtakanna hefur sagt upp öllu starfsfólki. Þetta er gert í „ljósi aðstæðna“ samkvæmt frétt á heimasíðu samtakanna og liður í endurskipulagningu og endurfjármögnun samtakanna.

Vonast er til að starfsfólk verði endurráðið áður en uppsagnarfrestur rennur út.

Átök hafa verið innan samtakanna síðustu misseri en í byrjun maí lýsti stjórnin yfir vantrausti á formanninn Ólaf Arnarson. Var það mat meiri­hluta stjórn­ar sam­tak­anna að Ólaf­ur hafi ít­rekað leynt stjórn­ina upp­lýs­ing­um og skuld­bundið sam­tök­in efn­um fram­ar.

Þá átti hann að hafa gengið til samn­inga um rekst­ur smá­for­rits með þeim orðum að það yrði sam­tök­un­um að kostnaðarlausu. Í ljós hafi hins veg­ar komið að smá­for­ritið er kostnaðarsamt. Þá mun Ólaf­ur hafa látið leiðrétta laun sín aft­ur­virkt og leigt bif­reið sem hentaði ekki fjár­hags­stöðu sam­tak­anna.

Ólafur sagðist í samtali við mbl.is í síðasta mánuði hafna því alfarið að ákvarðanir hans hefðu skaðað samtökin. Þá hafi verið að finna samþykki stjórnar í fundargerðum vegna þeirra ákvarðana sem síðar hafi verið gagnrýndar.

Nokkrum dögum síðar sagðist hann vera búinn að ráðfæra sig við lögmann. 

„Ég er að fara yfir þess­ar ávirðing­ar sem born­ar eru á mig, eft­ir að hafa hrakið fyrri ávirðing­ar með fund­ar­gerðum. Ég mun svara þessu á morg­un. Þetta eru svo al­var­leg­ar ásak­an­ir í minn garð að það er vegið að minni æru. Það er ít­rekað gert með ósann­ind­um og dylgj­um í minn garð,“ sagði Ólafur. 

Í samtali við mbl.is fyrr í dag sagðist Ólafur ekki vilja tjá sig frekar um uppsagnirnar að svo stöddu. Sagði hann það sama eiga við stjórn samtakanna. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK