Líklegt að kaup á HSH Nordbank mistakist

Bankinn á að vera seldur fyrir febrúarlok 2018. Ef það …
Bankinn á að vera seldur fyrir febrúarlok 2018. Ef það tekst ekki verður starfsemi bankans leyst upp.

Óttast er að sala á HSH Nordbank í Þýskalandi gæti mistekist eftir að mögulegur kínverskur fjárfestir hefur verið handtekinn. Kostnaður skattgreiðenda gæti orðið mikill ef ekki tekst að selja.

Greint er frá þessu á vef þýska miðilsins Welt.

Vegna tilskipunar samkeppniseftirlits Evrópusambandsins þarf bankinn að vera seldur fyrir febrúarlok 2018. Ef það tekst ekki verður starfsemi bankans leyst upp.  

Afleiðingar þess gætu valdið milljarða tapi hjá Hamborg, Schleswig-Holstein, sparisjóðum og einstökum fjárfestum sem eru í viðskiptum við bankann.

Nú þegar hafa margir sýnt áhuga og boðið í HSH Nordbank. Þar á meðal eru fjárfestingarfyrirtækin Apollo, Cerberus, Lone Star og J.C. Flowers. HSH Nordbank er í vanskilum á um tíu milljarða evra skipalánum sem gæti valdið erfiðleikum í sölunni.

Hingað til hefur talist líklegt að kínverska fjárfestingarfyrirtækið Anbang festi kaup á bankanum en eftir að stofnandi og stjórnarformaður þeirra, Wu Xiaohui, var handtekinn fyrir nokkrum vikum er ekki víst hvort enn verði af því.

Hagsmunaaðilar ganga nú út frá því að bankinn verði seldur í hlutum en jafnvel það er talið óvíst.

HSH Nordbank er einn stærsti skipafjárfestir heims auk þess sem bankinn hefur fest kaup á vafasömum bandarískum verðbréfum. Bankinn varð illa úti í fjármálakreppunni fyrir tíu árum og hefur safnað upp miklum skuldum síðan. 

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK