Össur hagnaðist um 1,4 milljarða

Jón Sigurðsson, forstjóri Össurar.
Jón Sigurðsson, forstjóri Össurar.

Hagnaður Össurar á öðrum ársfjórðungi nam 13 milljónum Bandaríkjadala, sem samsvarar um 1,4 milljarði króna. Sala nam 145 dölum, sem nemur 15,2 milljörðum króna, samanborið við 139 milljónir dala á sama ársfjórðungi í fyrra. 

Þetta kemur fram í tilkynningu frá fyrirtækinu. Þar segir ennfremur að söluvöxtur frá fyrra ári hafi numið 6%, þar af 3% innri vöxtur, hvort tveggja mælt í staðbundinni mynt.

EBITDA aðlöguð fyrir einskiptisliðum nam 27 milljónum Bandaríkjadala, sem samsvarar 2,8 milljörðum íslenskra króna, eða 19% af sölu.

Hagnaður nam 13 milljónum Bandaríkjadala, eða 1,4 milljarði íslenskra króna sem fyrr segir, eða 9% af sölu.

Fram kemur í tilkynningu, að rekstraráætlun Össurar fyrir árið 2017 hafi verið endurskoðuð vegna óhagstæðra gengishreyfinga á fyrsta helming ársins. EBITDA framlegð aðlöguð fyrir einskiptisliðum sé nú áætluð á bilinu 18-19% samanborið við fyrri áætlun á bilinu 19-20%. Allir aðrir liðir rekstraráætlunarinnar er innihalda söluvöxt, fjárfestingar og virkt skatthlutfall eru óbreyttir.

„Söluvöxtur á öðrum ársfjórðungi ársins er í takt við væntingar okkar. Við erum að sjá góðan innri söluvöxt fyrir fyrri helming ársins 2017 en vegna færri söludaga í fjórðungnum verðum við fyrir neikvæðum áhrifum á söluvöxt okkar. Við höldum áfram að sjá góða frammistöðu í stoðtækjarekstri okkar með RHEO® hnéð okkar og aðrar lykilvörur þar í fararbroddi. Vel gengur að samþætta nýleg fyrirtækjakaup og hafa áætlanir um samlegðaráhrif gengið eftir,” segir Jón Sigurðsson, forstjóri fyrirtækisins, í tilkynningu.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK