Stórfelldur stuldur á bankaupplýsingum

Unicredit lækkaði töluvert á markaði eftir tilkynninguna.
Unicredit lækkaði töluvert á markaði eftir tilkynninguna. AFP

Bankaupplýsingum um 400 þúsund viðskiptavini hjá ítalska bankanum Unicredit hefur verið stolið eftir tvær tölvuárásir. Unicredit fullyrðir að lykilorð notenda að netbankanum séu ekki í þýfinu. 

Fréttavefur breska ríkisútvarpsins greinir frá stuldinum sem er sá stærsti í sögu bankageirans á Ítalíu. Fyrsta árásin átti sér stað haustið 2016 en sú síðari nú í sumar.

Upplýsingarnar sem um ræðir eru aðallega persónuupplýsingar og bankanúmer og segir Unicredit að tölvuþrjótarnir hafi ekki getað framkvæmt millifærslur í óleyfi. 

Aðrir ítalskir bankar taka fyrir að hafa orðið fyrir samskonar tölvuárásum en verð hlutabréfa í Unicredit féll um 1% í kjölfar tilkynningarinnar. 

Stefnt er að innleiðingu Evrópureglugerða á næsta ári sem kveða á um sektir upp að 4% af ársveltu ef bankar tilkynna ekki að hafa orðið fyrir öryggisrofi innan nokkurra klukkutíma. 

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK