Marel sér um kjúklingana fyrir Costco

Pantanabók Marel stóð vel samkvæmt síðasta ársfjórðungsuppgjöri.
Pantanabók Marel stóð vel samkvæmt síðasta ársfjórðungsuppgjöri. Morgunblaðið/Ómar

Marel hefur landað stærstu pöntun í sögu fyrirtækisins með samn­ingi við Costco í Bandaríkjunum um há­tæknikjúk­linga­verk­smiðju í Banda­ríkj­un­um. Verksmiðjan verður staðsett í Nebraska og skapar verkefnið um 800 störf á svæðinu. 

Greint var frá samstarfinu í ársfjórðungsuppgjöri Marel sem var gefið út í gær. Costco hefur fengið leyfi fyrir framkvæmdunum og er búist við að starfsemin hefjist í apríl 2019. 

Heildarfjárfesting Costco nemur um 300 milljónum Bandaríkjadala. Costco sér um eggin þangað til þau klekjast og fara þá kjúklingarnir til kjúklingabænda í 30-40 daga. Þá eru þeir sendir í verksmiðjuna, sem Marel hannar, þar sem um tæpar tvær milljónir kjúklinga verða að fullunnum vörum í hverri viku og loks tekur skilvirkt dreifikerfi Costco við. 

Pantanabók Marel stóð vel samkvæmt síðasta ársfjórðungsuppgjöri.
Pantanabók Marel stóð vel samkvæmt síðasta ársfjórðungsuppgjöri. mbl.is/Rósa Braga
mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK