Matsmenn fá ekki gögn

mbl.is/Jim Smart

Dómkvaddir matsmenn sem fengnir voru í fyrra til að meta verðmæti stofnfjár í Sparisjóði Vestmannaeyja hafa ekki fengið fullnægjandi aðgang að gögnum til verðmatsins. Bankinn ber fyrir sig bankaleynd.

Matsbeiðendur gerðu í kjölfarið tillögu að sátt um lágmarksaðgang að gögnum án persónugreiningar, en þeirri sátt var hafnað af Landsbankanum og þess í stað boðinn fram mjög takmarkaður aðgangur, að því er fram kemur í umfjöllun um mál þetta í ViðskiptaMogganum í dag.

Vestmannaeyjabær og Vinnslustöðin hafa nú sent formanni bankaráðs Landsbankans bréf þar sem kallað er eftir afstöðu bankaráðsins til aðgangs matsmannanna. Bankaráðið mun taka bréfið fyrir á fundi nú í sumar, samkvæmt skriflegu svari bankans.

Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK