Pantanalistinn hjá Marel lengist

Árni Oddur Þórðarson var ráðinn forstjóri Marel árið 2013.
Árni Oddur Þórðarson var ráðinn forstjóri Marel árið 2013. Ófeigur Lýðsson

„Heilt yfir eru markaðsaðstæður góðar. Það er þörf á matvælamarkaði að fara á nýtt tæknistig og kröfur neytenda um gæði og ferskleika eru að aukast,“ segir Árni Oddur Þórðarson, forstjóri Marel. 

Marel birti í gær uppgjör fyrir annan ársfjórðung. Tekjur fyrirtækisins voru lægri en búist var við en ýmis jákvæð teikn eru á lofti, til að mynda snar vöxtur í pantanabókinni að undanförnu. 

„Við erum að sjá mótteknar pantanir á hærra stigi en við höfum séð áður á síðustu þremur ársfjórðungum. Þessar mótteknu pantanir samanstanda af viðhaldi og söluaukning í stórum verkefnum og stöðluðum vörum.“

Árni Odd­ur seg­ir að aðalmun­ur­inn séu nýj­ar verk­smiðjur með glæ­nýrri tækni eins og fyr­ir­huguð Costco-verk­smiðja í Nebraska þar sem heildarkerfinu er stýrt og það samþætt af Innova-hugbúnaði frá Marel. Verksmiðjan er samansett úr stöðluðum einingum en kynntar hafa verið fjölmargar nýjar lausnir undanfarið. 

Með heildarlínu frá Marel næst betri nýting matvæla, aukin gæði og sjálfbærni í framleiðslu. Þessar verksmiðjar eru afhentar 18 mánuðum eftir að við skrifum undir og í rauninni erum við að vinna úr mótteknum pöntunum frá síðasta ári. Þó að tekjurnar séu lægri en pantanabókin gefur til kynna eru þær á svipuðu stigi í ljósi móttekinna pantana fyrir 12 mánuðum síðan.“

Uppgjörsfundur Marel var haldinn í höfuðstöðvum fyrirtækisins í Garðabæ.
Uppgjörsfundur Marel var haldinn í höfuðstöðvum fyrirtækisins í Garðabæ. Ófeigur Lýðsson

Markaðsstöðu Marel má meðal annars rekja til þess, að sögn Árna Odds, að fyrirtækið fjárfestir 60 milljónir evra á hverju einasta ári í nýsköpun sem er um þrefalt meira en hjá næsta keppinauti. Í fyrra var til dæmis kynnt til sögunnar vél sem vinnur dökka kjötið undir kjúklingaleggnum.

„Það er gríðarlega mikilvægt fyrir kjúklingaframleiðendur og matvörubúðir að geta boðið eitthvað nýtt og betra en það sem fólk hefur kynnst áður.“

Sér tækifæri í Brasilíu

Í uppgjörinu var tilkynnt að Marel hefði samþykkt að kaupa Sulmaq, brasilískan framleiðanda búnaðar fyrir fyrsta stigs kjötvinnslu, en árleg­ar tekj­ur Sulmaq nema um það bil 25 millj­ón­um evra. Fyrirtækið er meira en 40 ára gamalt, stofnað 1971, og á vegum þess starfa um 400 manns. Misbrestir í stjórnkerfi Brasilíu hafa valdið mikilli óvissu í hagkerfi landsins. Niðursveiflan hefur verið samfelld síðustu átta ársfjórðunga en Árni segir að Marel horfi til lengri tíma. 

„Þegar hagkerfið er í niðursveiflu er meiri mannafli fáanlegur. Það skipti ekki öllu máli þó að niðursveiflan haldi áfram í tvo eða þrjá ársfjórðunga í viðbót. Við erum til lengri tíma í þessu, markaðurinn mun fara upp og við ætlum að fanga tækifærin sem skapast.“

Bú­ist er við að kaup­in gangi form­lega í gegn á þriðja árs­fjórðungi 2017 að upp­fyllt­um hefðbundn­um skil­yrðum. 

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK