Dow Jones braut múrinn

Hlutabréfa á bandarískum mörkuðum hafa heilt yfir hækkað jafnt og …
Hlutabréfa á bandarískum mörkuðum hafa heilt yfir hækkað jafnt og þétt frá áramótum. AFP

Dow Jones-vísitalan braut 22 þúsund stiga múrinn í fyrsta sinn í dag en töluverð hækkun á verði hlutabréfa í Apple kom vísitölunni yfir markið. Eftir því sem hefur liðið á daginn hefur verðið sveiflast í kringum 22 þúsund stig. Markaðir loka kl 20 á íslenskum tíma.  

Greint er frá málinu á fréttavef breska ríkisútvarpsins

Hlutabréf í Apple hækkuðu um meira en 5% þegar markaðir opnuðu í morgun en aðeins dró úr hækkuninni með deginum. Vísitalan, sem samanstendur af 30 risafyrirtækjum á hlutabréfamarkaði, hækkaði um meira en 46 stig, eða um 0,21%, upp í 22.010.

S&P 500-vísitalan sem nær til 500 stærstu fyrirtækjanna stóð nokkurn veginn í stað í 2.476,9 stigum en Nasdaq-vísitalan hækkaði um 0,38% í 6.387 stig. Frá áramótum hefur Dow Jones hækkað um 11%, S&P um 10% og Nasdaq um 17%. 

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK