Undirbúningi verulega ábótavant

Í fyrra lækkaði verð til bænda um 9,4% fyrir lambakjöt.
Í fyrra lækkaði verð til bænda um 9,4% fyrir lambakjöt. Eggert Jóhannesson

Samkeppniseftirlitið segir að undirbúningi af hálfu Markaðsráðs kindakjöts vegna beiðni um samstarf sláturleyfishafa við útflutning á kindakjöti hafi verið verulega ábótavant. Engin endanleg ákvörðun hefur verið tekin um beiðnina enn sem komið er. 

Í Bændablaðinu var greint frá málinu. Markaðsráð kindakjöts óskaði eftir því við Samkeppniseftirlitið í byrjun júní að sláturleyfishafar fengju heimild til að vinna saman að útflutningi kindakjöts.

Markaðsráðið hafði ekki erindi sem erfiði en í bréfi frá Samkeppniseftirlitinu segir að ekki hafi verið sýnt fram á að lagaskilyrði fyrir undanþágu frá samkeppnislögum séu uppfyllt. Haft er eftir Ágústi Andréssyni, forstöðumanni hjá Kjötafurðastöð Kaupfélags Skagfirðinga, að ákvörðun Samkeppniseftirlitsins sé mörgum mikil vonbrigði.  

Í tilkynningu á heimsíðu Samkeppniseftirlitsins segir að Markaðsráði hafi ítrekað verið gefinn kostur á að koma á framfæri gögnum og rökstuðningi fyrir beiðninni en það hafi ekki orðið við boðinu. 

Ljóst er að undirbúningi málsins af hálfu Markaðsráðsins hefur verið verulega ábótavant að þessu leyti,“ segir í tilkynningunni. Þá er bent á að ekki sé um endanlega ákvörðun að ræða. 

Á meðal þess sem Markaðsráðið óskar undanþágu fyrir er samstarf sláturleyfishafa um skyldu til útflutnings á lambakjöti og er lagt til að útflutt magn í heild miði við 35% af framleiddu lambakjöti á árinu 2017 og svipað hlutfall áætlað fyrir árið 2018. 

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK