Áhugi frá Kína á Fiat Chrysler

Jeep Wrangler hjá Chrysler-umboði í Flórída.
Jeep Wrangler hjá Chrysler-umboði í Flórída. AFP

Kínverski bílasmiðurinn Great Wall Motors hefur áhuga á að taka yfir Fiat Chrysler. Kaupin munu annaðhvort ná yfir allt fyrirtækið eða hluta þess, til að mynda bíltegundina Jeep. 

Greint er frá viðræðunum á fréttavef Reuters

Uppi hafa verið getgátur um að kínverskur bílasmiður hafi í síðustu viku gert yfirtökutilboð í Fiat Chrysler og hækkaði fyrirtækið á hlutabréfamarkaðinum í Mílanó í kjölfarið.

„Í tengslum við þetta mál höfum við í hyggju að taka yfir fyrirtækið. Við höfum áhuga á Fiat Chrysler,“ sagði starfsmaður Great Wall Motors í samtali við Reuters í dag en kaus að halda nafnleynd. Hann gaf ekki meira upp um viðræðurnar. 

Þá er vitnað í tölvupóst frá forstjóranum Wang Fengying þar sem hann lýsir yfir áhuga á Fiat Chrysler, sér í lagi bíltegundinni Jeep. Talsmaður hefur staðfest að áhugi sé til staðar en segir að ekkert tilboð hafi enn verið lagt á borðið. Yfirtakan myndi styrkja innreið Great Wall Motors á Bandaríkjamarkað sem talið er að standi til.

Forstjóri Fiat Chrysler hefur leitað að kaupanda eða meðeiganda í fyrirtækinu til þess að takast á við hækkandi kostnað, hertar útblástursreglugerðir og setja aukinn kraft í þróun rafbíla og sjálfkeyrandi bíla. Fyrirtækið hefur ekki gefið út neina yfirlýsingu um málið. 

Fiat Chrysler framleiðir einnig Alfa Romeo, Maserati og RAM. 

 

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK