Icelandair hefur flug til Cleveland

Cleveland stendur við stöðuvatnið Lake Erie.
Cleveland stendur við stöðuvatnið Lake Erie. Ljósmynd/Aðsend

Icelandair hefur ákveðið að hefja heilsársflug til bandarísku borgarinnar Cleveland á næsta ári. Flugið hefst í maí og verður flogið fjórum sinnum í viku. 

Þetta kemur fram í tilkynningu frá Icelandair en Cleveland verður nítjándi áfangastaðurinn í Norður-Ameríku sem Icelandair býður upp á í leiðakerfi sínu. Í heild verða áfangastaðirnir 48 talsins þegar áætlunarflug til Cleveland hefst.

Í tilkynningunni segir að Cleveland sé þekkt iðnaðarborg með um 2,2 milljónir íbúa. Hún sé kunn fyrir lista- og íþróttalíf, til að mynda safnið Rock and Roll Hall of Fame Museum og körfuboltaliðið Cavaliers sem Lebron James leikur með. Sala farseðla hefst í september. 

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK