Arion banki færir niður hlut sinn í United silcon

Höskuldur H. Ólafsson, bankastjóri Arion banka.
Höskuldur H. Ólafsson, bankastjóri Arion banka. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Arion banki hefur fært niður allan hlut sinn í Sameinuðu sílikoni hf., sem einnig er þekkt sem United silicon. Var hluturinn metinn á einn milljarð í bókum bankans. Félagið á og rekur kísilverksmiðju í Helguvík, en talsverðir rekstrarerfiðleikar hafa verið í kringum verksmiðjuna og hefur nokkrum sinnum þurft að slökkva á ofnum hennar og þá hafa íbúar Reykjanesbæjar kvartað undan mengun frá verksmiðjunni.

Í hálfsárs uppgjöri Arion banka kemur fram að 16,3% hlutur bankans hafi að fullu verið færður niður, en bankinn hefur 23,9% atkvæðavægi í félaginu í gegnum eign sína. Þá kemur einnig fram að bankinn hafi lánað félaginu 8 milljarða sem séu útistandandi, en bankinn er stærsti lánveitandi þess.

Félagið fékk nýlega samþykkta greiðslustöðvun vegna slæmrar fjárhagsstöðu sinnar. Í uppgjöri bankans kemur fram að hann eigi nú í samræðum við félagið um að draga úr mögulegu framtíðartapi vegna útlánsins, en ekki hefur verið tekin ákvörðun hvort færa eigi niður lánið.

Segir í uppgjörinu að slæma stöðu United silicon megi rekja til erfiðleika við framleiðslu og þá hafi niðurstaða Gerðardóms aukið skuldir félagsins mikið.

Kemur fram að United silicon ætli að nota greiðslustöðvunartímabilið til að ná samkomulagi við lánadrottna sína um fjárhagslega endurskipulagningu, en fyrirséð er að aukið hlutafé þarf til þess að koma vinnslunni á það stig að magn og gæði verði eins og upphaflega var áætlað.

Kísílverksmiðjan United Silicon stendur í Helguvík.
Kísílverksmiðjan United Silicon stendur í Helguvík. mbl.is/Sigurður Bogi
mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK