WOW air bætir við fjórum áfangastöðum

C. Brinkmann

WOW air hefur bætt við fjórum nýjum áfangastöðum í Bandaríkjunum, St. Louis, Cincinnati, Cleveland og Detroit. Flogið verður til borganna fjórum sinnum í viku í nýjum Airbus A321-vélum flugfélagsins.

Sala á miðum hefst í dag en fyrstu flug verða í apríl og maí á næsta ári. Þá mun WOW air einnig hefja daglegt flug til Stansted-flugvallar í London næsta vor og flýgur þá á tvo flugvelli í London; London Gatwick Airport og London Stansted Airport.

Allar borgirnar eiga það sameiginlegt að vera í miðvesturhluta Bandaríkjanna. Cleveland er önnur stærsta borg Ohio með íbúafjölda upp á rétt rúmar tvær milljónir. Cincinnati tilheyrir einnig Ohio. St. Louis er í Missouri og liggur meðfram Mississippi ánni en Detroit er í Michigan og var þar áður mikill bílaiðnaður. 

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK