15 sagt upp hjá Ölgerðinni

Fimmtán manns var í dag sagt upp hjá Ölgerðinni, en uppsagnirnar eru liður í hagræðingu rekstrar fyrirtækisins vegna breyttra aðstæðna á markaði. RÚV greindi fyrst frá málinu.

Andri Þór Guðmundsson, forstjóri Ölgerðarinnar, staðfesti þetta í samtali við mbl.is. „Við erum að takast á við breytt umhverfi, harðnandi samkeppni og ekki síst minni neyslu erlendra ferðamanna en við reiknuðum með,“ segir hann.

Segir hann starfsfólkið vera úr hinum ýmsu deildum fyrirtækisins, og starfsaldur þeirra sé mislangur. Uppsagnirnar séu einn liður í hagræðingu, en auk þess sé meðal annars verið að breyta þjónustukerfinu.

Þá finni fyrirtækið fyrir aukinni samkeppni, meðal annars frá Costco, sem flytji inn gos frá Bretlandi. 

Alls unnu 420 manns hjá Ölgerðinni en eftir uppsagnirnar í dag verður starfsmannafjöldinn 405.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK