Meniga tilnefnt í flokki heimilisfjármála

Bragi Fjalldal, framkvæmdastjóri viðskiptaþróunar Meniga.
Bragi Fjalldal, framkvæmdastjóri viðskiptaþróunar Meniga. Ljósmynd/Aðsend

Íslenska hugbúnaðarfyrirtækið Meniga hefur verið til­nefnt til Europe­an Fin­tech Aw­ards, hinna Evr­ópsku verðlauna í fjár­mála­lausn­um sem veitt verða í Brussel þann 27. september næstkomandi.

Keppn­in veit­ir ár hvert verðlaun fyr­ir bestu og áhuga­verðustu nýj­ung­arn­ar í fjár­mála­lausn­um í Evr­ópu og dregur að sér yfir 500 frumkvöðla, fjárfesta og einstaklinga úr fjármálageiranum að því er kemur fram í tilkynningu frá Meniga.

Meniga er til­nefnt til verðlauna í flokki “heimilisfjármálalausna” eftir að hafa borið sigur úr bítum í atkvæðagreiðslu á netinu þar sem yfir 35 þúsund áhugamenn um fjármálatækni létu atkvæði sín falla. Meniga mun keppa um fyrsta sætið síðar í mánuðinum með lokakynningu sem metin verður af dómaranefnd áður en valið fer fram.

Meniga þróar og sölu á heim­il­is­fjár­mála­lausnir og af­leidd­ar gagna­vör­ur. Fyrirtækið er í viðskipt­um við rúm­lega 30 fjár­mála­stofn­an­ir og yfir 50 millj­ón­ir manna í 20 lönd­um eru með aðgang að hug­búnaði fyr­ir­tæk­is­ins. Um 100 starfs­menn starfa hjá Meniga í Reykja­vík, Stokk­hólmi og London. 

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK