Innheimtuhættir almennt í lagi

Fjármálaeftirlitið hefur birt niðurstöðu á athugun á innheimtuferli bankanna.
Fjármálaeftirlitið hefur birt niðurstöðu á athugun á innheimtuferli bankanna. mbl.is/Ómar

Fjármálaeftirlitið hefur komist að þeirri niðurstöðu í athugun á innheimtuferli við frum- og milliinnheimtu hjá Arion banka, Íslandsbanka og Landsbankanum að bankarnir starfi almennt í samræmi við góða innheimtuhætti. Verkferlar voru skýrir og fjárhæðir innheimtukostnaðar í samræmi við reglugerð um hámarksfjárhæð innheimtukostnaðar samkvæmt lögum. 

FME hóf athugun á innheimtuferli við frum- og milliinnheimtu hjá bönkunum í janúar en markmið athugunarinnar var að skoða hvort innheimta bankanna væri í samræmi við góða innheimtuhætti samkvæmt innheimtulögum og reglugerð um hámarksfjárhæð innheimtukostnaðar. Athugunin beindist að fimm innheimtumálum sem stofnuð voru í byrjun hvers ársfjórðungs, þ.e. í janúar, apríl, júlí og október á síðasta ári, hjá hverjum banka fyrir sig. Verkferlar bankanna voru skoðaðir, ásamt gjaldskrám þeirra en niðurstöður lágu fyrir í júlí

Athugasemd við innheimtukostnað af veltikorti Íslandsbanka

Þrátt fyrir að verkferlar og fjárhæðir innheimtukostnaðar væru almennt í samræmi við góða innheimtuhætti gerði FME athugasemd við að innheimtukostnaður í milliinnheimtubréfi vegna skuldar á veltukorti hjá Íslandsbanka tók í senn mið af fjárhæð gjaldfallinnar kröfu og eldri gjaldfallinnar kröfu sem er í andstöðu við ákvæði um hámarksfjárhæð innheimtukostnaðar samkvæmt innheimtulögum. FME fór fram á að Íslandsbanki gerði úrbætur vegna athugasemdarinnar fyrir 1. október og sendi eftirlitinu staðfestingu þess efnis. 

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK