Kviku væntanlega falið að selja Lyfju

Á allra næstu vikum mun ríkið ákveða með hvaða hætti Lyfja verður seld, segir Þórhallur Arason, stjórnarformaður Lindarhvols, sem annast söluna fyrir hönd ríkissjóðs.

Hagar áttu hæsta tilboðið í Lyfju í opnu útboði sem fram fór í október en Samkeppniseftirlitið ógilti samrunann í júlí.

Þórhallur reiknar með að Virðing (nú Kvika) muni, eins og í fyrri atrennu, verða falið að annast söluna á Lyfju. „Ég á frekar von á því að sú þekking verði nýtt sem hefur myndast þar innandyra á verkefninu,“ segir hann.

Spurður hvort það sé erfiðleikum bundið að ganga til samninga við þá sem áttu næsthæsta tilboðið á sínum tíma svarar hann, að nokkuð langt sé um liðið frá því að útboðið hafi átt sér stað.

Samkvæmt kaupsamningi Haga var heildarverðmæti Lyfju, en þá er horft til virðis hlutafjár og skulda, um 6,7 milljarðar króna. Lyfja rekur 39 apótek.

Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK