Setja hátt í milljarð í uppbyggingu 4,5G

Ljósmynd/Aðsend

Fjarskiptafyrirtækið Nova kynnti í morgun að fyrirtækið hafi sett í loftið fyrstu 4,5G sendana. Nova áætlar að fjárfesta fyrir um 1 milljarð á ári næstu tvö árin og að megnið af fjárfestingum félagsins mun fara í uppbyggingu 4,5G kerfisins. 

Í fréttatilkynningu frá Nova segir að það sé meðal fyrstu farsímafyrirtækja í Evrópu til þess að hefja slíka þjónustu en áætlað er að nethraði í farsímum viðskiptavina Nova muni u.þ.b. þrefaldast. Hann fari úr 20 - 40 Mbps upp í 80-120 Mbps. 

Nova hefur á síðustu vikum sett upp fyrstu 4,5G sendana og því geta þeir sem eru með nýjustu farsímana nú þegar tengst 4,5G kerfinu, en á afmörkuðum svæðum til að byrja með. 

Þá hefur verið hrint af stað sérstöku tækniverkefni undir yfirskriftinni Nova X, sem felur í sér innleiðingu á fjölmörgum tækninýjungum. Til að mynda verður innleidd ný tækni sem nefnist VoLTE (Voice over LTE) og felur hún í sér að símtölum er streymt yfir netið, í stað þess að þau fari um símkerfi.

Segir í tilkynningunni að VoLTE muni stórbæta bæði hljóm í símtölum sem og gæðum myndsímtala en um sé að ræða bæði háskerpu hljóð og mynd. Þá muni tenging símtala verða margfalt hraðari. Stuðningur við VoLTE tæknina verði í flestum nýjum farsímum en sé nú eingöngu í Samsung S7 hjá Nova.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK