Tölvulistinn sektaður um 700 þúsund krónur

Neytendastofa hefur lagt 700 þúsund króna stjórnvaldssekt á Tölvulistann fyrir að brjóta gegn útsölureglum. Komst stofnunin að þeirri niðurstöðu að fyrirtækinu hefði ekki tekist að sýna fram á með fullnægjandi hætti að um raunverulega verðlækkun væri að ræða. 

Á vef Neytendastofu segir að málið hafi hafst með þríþættri kvörtun Tölvuteks yfir háttsemi Tölvulistans í tengslum við verðlækkanir.

Í fyrsta lagi hafi verið kvartað yfir villandi framsetningu á verðlækkun á borðtölvum og að þær hafi verið boðnar á lækkuðu verði lengur en í lögboðnar sex vikur.

Í öðru lagi að auglýsingar um allt að 70% verðlækkun hafi verið villandi því um hafi verið að ræða örgjörva frá árinu 2010 sem í öllu falli hafi ekki verið seldur á tilgreindu fyrra verði um nokkurra ára skeið.

Í þriðja, og síðasta, lagi yfir villandi framsetningu á verðlækkun á tiltekinni fartölvu og að hún hafi verið boðin á lækkuðu verði lengur en í sex vikur. 

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK