Kvika má eiga í Kortaþjónustunni

Kortaþjónustan er til húsa á Kletthálsi.
Kortaþjónustan er til húsa á Kletthálsi. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Fjármálaeftirlitið hefur komist að þeirri niðurstöðu að Kvika banki sé hæfur til að fara með virkan eignarhlut í Kortaþjónustunni sem nemi allt að 50%. 

Þetta kemur fram á heimasíðu FME sem komst einnig að þeirri niðurstöðu að VÍS væri hæft til að fara með virkan eignarhlut sem nemi allt að 20% með óbeinni hlutdeild í gegnum eignarhald á Kviku. 

Fyrir tæpri viku var tilkynnt um kaup Kviku ásamt hópi fjár­festa á öllu hluta­fé í Kortaþjón­ust­unni hf. (Korta). Eign­ar­hluti Kviku er nú rúm­lega 40% eft­ir viðskipt­in en aðrir hlut­haf­ar eiga und­ir 10% hlut hver í Korta. Greint var frá því í Markaðinum, fylgiriti Fréttablaðsins, í dag að kaupverðið hefði verið aðeins ein króna. 

Kortaþjón­ust­an varð fyr­ir al­var­legu höggi þegar breska lággjalda­flug­fé­lagið Mon­arch fór í greiðslu­stöðvun í byrj­un síðasta mánaðar en sam­hliða því hætti flug­fé­lagið starf­semi. 

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK