Hagnaður Orkuveitunnar dregst saman

mbl.is/Kristinn Magnússon

Hagnaður Orkuveitu Reykjavíkur á þriðja ársfjórðungi þessa árs var 3,2 milljarðar samanborið við 4,34 milljarða króna hagnað á sama tímabili í fyrra. 

Á ársfjórðungnum jókst rekstrarhagnaður eftir afskriftir miðað við sama fjórðung 2016. Hann var 3,7 milljarðar í ár en 3,1 milljarður í fyrra. Rekstrartekjur jukust og rekstrargjöld drógust saman. Hins vegar var töluverður samdráttur í öðrum tekjum af fjáreignum og fjárskuldum. Tekjurnar námu 1,8 milljörðum á þriðja ársfjórðungi þessa árs en 4,3 milljörðum árið áður. 

Á fyrstu níu mánuðum ársins var hagnaður félagsins 10,5 milljarðar samanborið við 9,4 milljarða í fyrra. Í tilkynningu um uppgjörið segir að verulegur hluti raforkusölu ON, dótturfyrirtækis OR, sé tengdur álverði, sem hefur hækkað nokkuð frá áramótum. Þetta hafi skilað auknum tekjum á árinu. 

„Samningar um raforkusölu til álbræðslu eru langtímasamningar og er áætlaður ábati á öllum samningstímanum færður til tekna í árshlutareikningnum. Þess vegna endurspeglar hin góða rekstrarniðurstaða tímabilsins ekki bara tekjuaukningu frá áramótum heldur einnig væntan tekjuauka, sem framtíðin mun leiða í ljós hvort skilar sér.“

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK