Kaupir fyrir 37 milljónir í Regin

Helgi S. Gunnarsson, forstjóri Regins.
Helgi S. Gunnarsson, forstjóri Regins. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Helgi S. Gunnarsson, forstjóri Regins, hefur keypt hlutabréf í fasteignafélaginu fyrir 36,7 milljónir króna en í gær var undirritaður samningur um kaup þess á öllu hlutafé í tveimur dótturfélögum Fast-1 slhf. 

Þetta kemur fram í tilkynningu um viðskipti fjárhagslega tengds aðila frá Kauphöllinni. Helgi keypti 1.400.000 hluti á verðinu 26,2 krónur á hlut. Samanlagt á hann nú 1.521.952 hluti og nemur eignarhlutur hans því tæplega 0,001%. 

Fast­eigna­fé­lagið Reg­inn hf. und­ir­ritaði í gær samn­ing um fyr­ir­huguð kaup á öllu hluta­fé dótt­ur­fé­laga Fast-1 slhf., HTO ehf. og Fast-2 ehf.  Stærstu eign­ir fé­lag­anna eru Katrín­ar­tún 2 (turn­inn Höfðatorgi) og Borg­ar­tún 8-16. Aðrar eign­ir eru Skúla­gata 21, Veg­múli 3 og Skútu­vog­ur 1. Heildarvirði dótturfélaganna er talið vera 23,2 milljarðar króna.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK