Farsæll endir á uppgjöri þrotabúanna

Friðrik Már Baldursson, prófessor við Háskólann í Reykjavík.
Friðrik Már Baldursson, prófessor við Háskólann í Reykjavík. mbl.is/Eggert

Mikil áhætta hefði verið fólgin í því að bjóða þrotabúum gömlu bankanna ekki stöðugleikaframlag sem valkost við stöðugleikaskattinn. Sú leið hefði getað haft í för með sér verulegan þjóðhagslegan kostnað. 

Þetta er meðal þess sem kom fram í erindi Friðriks Más Baldurssonar hagfræðings í dag þar sem hann fór yfir efni greinar sinnar um líkan af stefnumörkun og samskiptum íslenskra stjórnvalda við kröfuhafa um uppgjör þrotabúa gömlu bankanna og einnig við eigendur aflandskróna. Skýrir líkanið af hverju uppgjör þrotabúanna gekk mjög vel en uppboðin á aflandskrónum gengu mun síður.

„Tilgangurinn var að reyna að átta sig á því hvort það, að leggja upp með þennan stöðugleikaskatt en gangast síðan inn á næstum helmingi lægra stöðugleikaframlag, hefði verið rétt leikáætlun fyrir íslensk stjórnvöld,“ segir Friðrik Már í samtali við mbl.is. 

Friðrik Már segir niðurstöðuna vera að svo hafi verið. Töluverð áhætta, til að mynda lagaleg, hafi verið fólgin í því að leggja á stöðugleikaskatt ef hinn valkosturinn, stöðugleikaframlag, hafi ekki verið fyrir hendi. 

Þá nefnir Friðrik að miklu máli hafi skipt að íslensk stjórnvöld hafi sýnt hörku eftir fjármálahrunið og tekur neyðarlögin sem dæmi. 

„Við setningu neyðarlaganna 2008 var undirstrikaður vilji stjórnvalda að takmarka það að kostnaður vegna falls bankanna félli á íslenskan almenning. Það gerði yfirlýstan ásetning trúverðugri en ella.“

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK