25,7 milljarða umfram áætlun

mbl.is/Ómar

Tekjujöfnuður ríkissjóðs á fyrstu níu mánuðum ársins er 39,6 milljarðar króna sem er 25,7 milljarða umfram áætlun tímabilsins.

Ef tekið er tillit til frávika vegna fjárheimildastöðu fyrra árs, arðgreiðslna umfram áætlanir og vaxtagjalda við uppgreiðslu á erlendu skuldabréfi þá er tekjujöfnuður um 1,9 milljarða undir áætlun tímabilsins.

Tekjur tímabilsins án fjármunatekna námu 561,4 milljörðum eða 7,8 milljörðum umfram áætlun. Tekjur stofnana eru um 10,7 milljarða yfir áætlun sem skýrist af tæknilegum þáttum og innbyrðis færslum sem ekki er lokið við að leiðrétta fyrir að því er kemur fram í tilkynningu um uppgjörið.

Gjöld tímabilsins án fjármagnsgjalda eru 508,9 milljarðar króna eða um 8,6 milljarða yfir áætlun. Ef tekið er tillit til fjárheimildastöðu frá fyrra ári eru gjöldin um 11 milljarða undir áætlun. Tekjur umfram gjöld eru 52,6 milljarðar eða 18,8 milljarða yfir áætlun.

Sjá nánar um uppgjör ríkissjóðs

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK