Eimskip tekur skarpa dýfu

Hlutabréf í Eimskip hafa lækkað um 6,9% það sem af er degi í Kauphöllinni en í gær var tilkynnt að stærsti hluthafinn, Yucaipa Comp­anies, væri að skoða sölu á sínum hlut. 

Í krónum talið lækkuðu bréfin um 7 krónur og þurrkuðust þannig 1,4 milljarðar út í Kauphöllinni. 

Yucaipa Comp­anies fer með 25,3% hlut í Eimskip og nemur virði hans tæpum 14 milljörðum króna. Fé­lagið var meðal lán­ar­drottna Eim­skips í end­ur­skipu­lagn­ingu fé­lags­ins árið 2009. Þá var hlut­ur­inn 32% en árið 2012 seldi Yucaipa 7% til Líf­eyr­is­sjóðs verzl­un­ar­manna.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK