Kaupa fyrir milljarð við höfnina

mbl.is/​Hari

Eimskip hefur keypt þrjár byggingar á hafnarsvæðinu við Sundahöfn af Nordic Investment Bank og nemur kaupverðið 1.013 milljónum króna. 

Þetta kemur fram í fjárfestingakynningu Eimskips sem var gefin út eftir að ársfjórðungsuppgjör félagsins var birt. Eimskip hefur leigt byggingarnar fyrir starfsemi sína frá árinu 2009 en þær eru í heild 10.440 fermetrar að stærð. 

Í fjárfestingakynningunni kom einnig fram að Krít fjár­mögn­un­ar­lausn­ir, fé­lag sem fjár­magnað er af sjóði í stýr­ingu hjá GAMMA, sé í sam­starfi við Eim­skip að fara af stað með fjár­mögn­un­arþjón­ustu á inn­fluttri vöru fyr­ir viðskipta­vini flutn­inga­fé­lags­ins. Alm­ar Guðmunds­son, fyrr­ver­andi fram­kvæmda­stjóri Sam­taka iðnaðar­ins, er fram­kvæmda­stjóri Krít­ar og Kjart­an Georg Gunn­ars­son, fyrr­ver­andi fram­kvæmda­stjóri Lyk­ils fjár­mögn­un­ar og nú ráðgjafi GAMMA, er stjórn­ar­formaður fé­lags­ins.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK