Primera Air býður upp á Spánarflug frá Bretlandi

Strandborgin Alicante. Flugfélagið Primera Air býður nú upp á beint …
Strandborgin Alicante. Flugfélagið Primera Air býður nú upp á beint flug frá London og Birmingham til Mallorca, Alicante og Malaga. Ljósmynd/Wikipedia

Flugfélagið Primera Air býður nú upp á beint flug frá London og Birmingham til Mallorca, Alicante og Malaga, en þessar flugleiðir hafa verið þær vinsælustu hjá félaginu í Skandinavíu. Flogið verður daglega til Mallorca, Alicante og Malaga með Boeing 737-800 flugvélum fyrirtækisins, frá og með apríl og maí á næsta ári.

Primera Air kynnti nýlega beint flug til New York, Boston og Toronto frá Birmingham (BHX) og London (Stansted), sem hefst í byrjun apríl á næsta ári, og nú bætast Mallorca, Alicante og Malaga við að því er segir í fréttatilkynningu frá flugfélaginu.

„Við verðum vör við mikla og stöðuga eftirspurn eftir millilandaflugi frá Birmingham og London til New York, Boston og Toronto. Þessar góðu undirtektir hafa orðið okkur hvatning til að bjóða fleiri flugleiðir til þeirra orlofsáfangastaða á Spáni og þjónustu og sem við höfum víðtæka reynslu af og þekkingu á. Með flugferðunum okkar til Mallorca, Alicante og Malaga verður flugáætlun fjölda farþega til vinsælla áfangastaða enn betri en áður,“ er haft eftir Andra Má Ingólfssyni, forstjóra og eiganda Primera Air, í tilkynningunni.

Í öllum þessum ferðum er flogið með Boeing 737-800 vélum, með 189 sætum þar sem aðeins eitt farrými er í boði.  

Til stendur að opna enn fleiri flugleiðir á næstu árum, auk þess sem flugfélagið hefur lagt inn pöntun fyrir 20 nýjum Boeing Max9-ER-vélum.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK