FME varar við viðskiptum við N-Kóreu

Fjármálaeftirlitið.
Fjármálaeftirlitið. mbl.is/Ómar Óskarsson

Fjármálaeftirlitið hefur beint þeim tilmælum til fjármálafyrirtækja og annarra tilkynningarskyldra aðila að gæta sérstakrar varúðar í viðskiptum við einstaklinga og lögaðila frá Norður-Kóreu.

Í frétt á heimasíðu FME er vakin athygli á yfirlýsingu Financial Action Task Force (FATF) sem samþykkt var í kjölfar fundar hins alþjóðlega framkvæmdahóps 3. nóvember.

Þar kom fram að að ríki, sem eru aðilar að FATFA, skuli grípa ti sérstakra fyrirbyggjandi varúðarráðstafana gagnvart Norður-Kóreu, enda steðji viðvarandi ógn að hinum alþjóðlega fjármálamarkaði vegna aðgerðaleysis ríkisins gagnvart aðgerðum gegn peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka. 

Þá eru tilkynningarskyldir aðilar hvattir til að beita aukinni áreiðanleikakönnun gagnvart einstaklingum og lögaðilum frá Íran.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK