Nýrri íbúðir 30% dýrari en þær eldri

Skothúsvegur og Tjarnargata.
Skothúsvegur og Tjarnargata. mbl.is/Ómar Óskarsson

Nýjar íbúðir sem seldar hafa verið í ár eru að meðaltali 14% stærri og 14% dýrari á hvern fermetra en eldri íbúðir. Þannig er þröskuldurinn til þess að eignast nýja íbúð að jafnaði um 30% hærri en að eignast þá eldri.

Þetta kemur fram í Hagsjá hagfræðideildar Landsbankans. Þar segir að ljóst sé að einingarverð á nýjum íbúðum sé mun hærra en á þeim eldri. Það sé því ekki líklegt að aukið framboð nýrra íbúða leiði til verðlækkana. Það geti minnkað spennu, en ekki lækkað verð til skemmri tíma, nema framboð aukist verulega á skömmum tíma.

Tími mikilla verðhækkana á fasteignamarkaði virðist liðinn í bili að mati hagfræðideildar Landsbankans. 

Samkvæmt tölum Þjóðskrár hefur verð á fjölbýli hækkað um 17% á síðustu 12 mánuðum og verð á sérbýli um 19%. Heildarhækkun húsnæðisverðs nemur 17,6%. Fasteignaverð á höfuðborgarsvæðinu hafði nú í október  hækkað um 4,5% á síðustu sex mánuðum, en hækkaði um 12,5% næstu sex mánuði þar á undan.

Hagfræðideild spáir 19% hækkun fasteignaverðs milli áranna 2016 og 2017. Við reiknum síðan með að meiri ró færist yfir markaðinn og að verð hækki um 8,5% á árinu 2018, 7% 2019 og 6% 2020.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK