135 nýjar leiguíbúðir vígðar í Bryggjuhverfinu

Tangabryggja í Bryggjuhverfinu í Reykjavík.
Tangabryggja í Bryggjuhverfinu í Reykjavík. Ljósmynd/Aðsend

Alls verða 135 nýjar leiguíbúðir í Bryggjuhverfinu í Reykjavík teknar í notkun á morgun 1. desember þegar 24 fjölskyldur taka við leiguíbúðunum. Þetta verður sjötta og síðasta íbúðablokk Heimavalla ehf. við Tangabryggju.

Þar með eiga Heimavellir alls um tvö þúsund leiguíbúðir á höfuðborgarsvæðinu og víða um land. Íbúðirnar við Tangabryggju eru tveggja til fimm herbergja. 

„Undanfarin ár hefur umræðan aukist um þörf á úrræðum á leigumarkaði þar sem fólk getur reitt sig á örugga langtímaleigu eins og tíðkast hefur á Norðurlöndunum og víðar í Evrópu um áratugaskeið.“ Þetta er haft eftir Guðbrandi Sigurðssyni, framkvæmdastjóra Heimavalla, í tilkynningu. Hann segir jafnframt að markmið þeirra sé að svara þessu kalli. „Við teljum það mikilvægt framfaraskref að þróa hér leigumarkað að norrænni fyrirmynd sem muni stuðla að fjölbreyttari og stöðugri húsnæðismarkaði á Íslandi og gera örugga langtímaleigu að raunhæfum valkosti fyrir almenning.”

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK