Lamborghini fer inn á jeppamarkaðinn

Skjáskot/Lamborghini.com

Bílasmiðurinn Lamborghini hefur ákveðið að sækja inn á jeppamarkaðinn með það að markmiði að tvöfalda söluna á næsta eina og hálfa árinu. Nýi jeppinn nefnist Urus og nær 100 km hraða á aðeins 3,6 sekúndum.

„Við erum að sækja inn á nýja markaði sem verða mikilvægir fyrir vöxt í framtíðinni,“ segir forstjórinn Stefano Domenicali. „Markmiðið er að eftir eitt og hálft ár verði fyrirtækið búið að tvöfalda söluna.“

Domenicali, sem var áður yfir Ferrari-liðinu í Formúlu eitt, segist ekki telja að fyrirtækið sé of seint á jeppamarkaðinn þrátt fyrir að Porsche, Jaguar og Bentley hafi öll þróað sína eigin gerð.

Urus er nefndur eftir villtum forföður nautgripa. Bíllinn hefur 650 hestafla vél og nær 305 km hámarkshraða. Hann mun kosta jafngildi 23 milljóna króna að því er kemur fram í frétt Sky.

Skjáskot/Lamborghini.com
mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK