Liðka fyrir innflutningi á bílum

Nýjir bílar í Sundahöfn.
Nýjir bílar í Sundahöfn. mbl.is/Árni Sæberg

Samgöngustofa hefur þróað kerfi fyrir rafrænar forskráningar innfluttra bíla til þess að innflutningsaðilar geti forskráð þá sjálfir. Er því ætlað að stytta afgreiðslutíma og draga úr pappírsumsýslu. 

Morgunblaðið greindi frá því í vor að mikl­ar taf­ir hefðu verið á inn­flutn­ingi bíla og hefðu þær valdið bæði bíl­kaup­end­um og bílaum­boðum tals­verðum ama. 

Til þess að bregðast við vandanum réðst Samgöngustofa í þróun á kerfi fyrir rafrænar forskráningar sem er nú tilbúið og þegar hafa þrjú bílaumboð, Askja, Toyota og Hekla, hafið undirbúning þess að nýta það. 

„Þeir sem aðlaga kerfin sín að rafræna skráningarkerfinu þurfa ekki lengur að fara aftast í röðina. Þeir geta forskráð sjálfur og sent okkur skráninguna til staðfestingar,“ segir Þórhildur Elínardóttir, samskiptastjóri Samgöngustofu. 

Hún segir að nýjungin breyti engu um öryggi þar sem Samgöngustofa beri áfram ábyrgð á að skráningarupplýsingar séu réttar. 

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK