Aðeins 5% fasteignaviðskipta eru með nýjar íbúðir

Viðskipti með nýjar íbúðir voru aðeins um 5% af heildarfjölda fasteignaviðskipta í október. Á árunum 2002-2008 voru viðskipti með nýjar íbúðir að meðaltali um 16% af heildarfjölda fasteignaviðskipta í hverjum mánuði.

Þetta kemur fram í nýrri grein Ólafs Heiðars Helgasonar, hagfræðings hjá Íbúðalánasjóði.

Markaðurinn með nýjar íbúðir hrundi nánast algjörlega árið 2010 en tók síðan smám saman við sér. Síðan árið 2015 hefur viðskiptum með eldri íbúðir hins vegar fjölgað jafn mikið eða hraðar heldur en viðskiptum með nýjar íbúðir, að því er fram kemur í tilkynningu frá ÍLS.

Ólafur Heiðar Helgason, hagfræðingur hjá Íbúðalánasjóði.
Ólafur Heiðar Helgason, hagfræðingur hjá Íbúðalánasjóði.

Í grein Ólafs kemur einnig fram að þótt meðalfermetraverð í nýjum íbúðum hafi alltaf verið hærra en í eldri íbúðum, eða svo langt aftur sem gögn Íbúðalánasjóðs og Þjóðskrár Íslands nái, þá hafi munurinn minnkað á síðustu 10 mánuðum, borið saman við árin 2015 og 2016. Fermetraverð í viðskiptum með nýjar íbúðir var að meðaltali 7% hærra á fyrstu 10 mánuðum þessa árs en á árinu 2016, á meðan fermetraverð í eldri íbúðum var að meðaltali 17% hærra.

Þá nefnir Ólafur að þótt aukning hafi verið í byggingu húsa síðustu misseri hafi hefðbundinn markaður með nýjar íbúðir oft verið mun líflegri. Það skýrist væntanlega að hluta til af því að talsverður hluti þeirra íbúða sem hafa verið byggðar hafa ekki farið í almenna sölu heldur t.d. í útleigu hjá leigufélögum.

Grein Ólafs er hægt að lesa í heild sinni hér.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK