Disney að kaupa 21st Century Fox

Rupert Murdoch er stjórnarformaður móðurfélags Fox News.
Rupert Murdoch er stjórnarformaður móðurfélags Fox News. AFP

Viðræður um kaup Walt Disney á afþreyingarfyrirtækinu 21st Century Fox eru langt komnar og bendir allt til þess að fyrirtækið verði keypt á um 60 milljarða bandaríkjadala.

Meðal dótturfyrirtækja 21st Century Fox eru 20th Century Fox kvikmyndaverið og  sjónvarpsstöðin Sky og Star í Evrópu og Asíu. 

Samkvæmt frétt BBC var Disney eitt um hituna eftir að Comcast, sem meðal annars á NBC sjónvarpsstöðina, hætti þátttöku í tilboðsferlinu á mánudag. 

Murdoch-fjölskyldan, helsti hluthafinn í 21st, styður tilboð Disney þar sem hún hefur meiri áhuga á að fá greitt fyrir hlutinn í hlutabréfum í Disney en Comcast. Eins eru litlar líkur á að samkeppnisyfirvöld í Bandaríkjunum setji sig upp á móti samningum við Disney.

Frétt BBC

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK