Airbnb hrifsar til sín hlutdeild

Miðborg Reykjavíkur.
Miðborg Reykjavíkur. mbl.is/Golli

Ljóst er að Airbnb er að auka hlutdeild sína á innlendum gistimarkaði. Gistináttum í Airbnb fjölgaði um 59 þúsund milli nóvembermánaða 2017 og 2016 en á sama tíma fækkaði gistináttum á gistihúsum um tvö þúsund. 

Þetta kemur fram í Hagsjá hagfræðideildar Landsbankans. Þar er vísað til upplýsinga frá mælaborði Stjórnstöðvar ferðamála sem sýna verulega aukningu á framboði Airbnb-gistingar milli ára í nóvember.

Alls mældist fjöldi Airbnb-gistirýma í boði 3.274 í nóbember og fjölgaði þeim um 326 eða 11% milli ára. Aukningin var hlutfallslega meiri á landsbyggðinni, eða 51%. 

Fjöldi gistinátta erlendra ferðamanna á gistihúsum hér á landi dróst saman í fyrsta skiptið síðan fyrir uppsveifluna eða í desember árið 2010.

Í Hagsjá er hins vegar bent á að ef ekki hefði komið til samdráttar í fjölda gistinátta á höfuðborgarsvæðinu hefði ekki mælst samdráttur í fjölgun gistinátta yfir landið í heild heldur 3% vöxtur. Mældist fjölgun á öllum svæðum utan höfuðborgarsvæðisins. 

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK