Allt rauðglóandi á rafmyntamörkuðum

AFP

Miklar verðlækkanir hafa átt sér stað á rafmyntamörkuðum í dag en nær allar helstu rafmyntirnar hafa lækkað verulega í verði. Þeirra á meðal er bitcoin sem hafði glatað um 22% af verðgildi sínu þegar frétt Business Insider var skrifuð eftir hádegi í dag. 

Ethereum hafði þá lækkað um fimmtung, bitcoin cash um 34%, litecoin um 31% og dash um 30%. Einnig lækkuðu smærri rafmyntir í verði eins og ripple sem hafði lækkað um 23%. Ethereum classic sker sig úr hópnum en verðið hækkaði um 3,4%. 

Í umfjöllun ViðskiptaMoggans í gær kom fram að dæmi séu um að Íslendingar hafi fjárfest í rafmyntum á borð við bitcoin á síðustu árum. Hafa sumir leyst út hagnaðinn vegna verðhækkana en aðrir ákveðið að veðja á frekari hækkanir.

Skiptar skoðanir eru á því hvort að ævintýralegar verðhækkanir rafmynta á síðustu misserum eigi sér einhverja stoð. Hagfræðingurinn Paul Krugman hélt því fram í vikunni að augljós bóla væri á markaðinum. Hún væri augljósari en fasteignabólan á seinni hluta síðasta áratugar. 

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK