Tæknirisinn Apple mun þurfa að halda uppi vörnum fyrir átta mismunandi alríkisdómstólum í Bandaríkjunum eftir að hafa viðurkennt að hafa hægt vísvitandi á iPhone-snjallsímunum.
Í síðustu viku staðfesti Apple grunsemdir margra iPhone-eigenda um að það hafi hannað iPhone-snjallsímana þannig að á þeim hægist með tímanum. Bar Apple fyrir sig að tilgangurinn hafi verið að vega upp á móti hrörnun rafhlöðunnar.
CNBC greinir frá því að átta mál hafi verið höfðuð síðan þá. Segir í einni lögsókninni að hönnunin hafi afvegaleitt snjallsímaeigendur þannig að þeir hafi beitt röngum úrræðum til þess að auka vinnsluhraða snjallsímanna.