Geta þurft að taka eldsneyti á leiðinni

mbl.is/Baldur Arnarson

Tvær af þrem­ur breiðþotum WOW air af gerðinni Air­bus A330 eru tíma­bundið ótiltæk­ar. Þær vél­ar sem fylla í skarðið geta þurft að lenda á leiðinni til Los Ang­eles eða San Francisco til þess að taka eldsneyti.

Þetta staðfest­ir Svan­hvít Friðriks­dótt­ir, upp­lýs­inga­full­trúi WOW air, í sam­tali við mbl.is. Hún seg­ir að í flota WOW air séu þrjár breiðþotur af gerðinni Air­bus A330. Ein af vél­un­um sé í reglu­bund­inni skoðun er­lend­is og önn­ur í viðgerð á Kefla­vík­ur­flug­velli eft­ir óhapp sem átti sér stað á flug­hlaðinu. 

„Tíma­bundið not­ar WOW air Air­bus A321­neo-vél til að fylla í skarðið og í ljósi vega­lengd­ar get­ur þurft að stoppa á leiðinni til Los Ang­eles eða San Francisco ef um fulla vél af farþegum er að ræða.

Sam­kvæmt heim­ild­um mbl.is koma Ed­mont­on í Al­berta-fylki í Kan­ada og Spoka­ne í Washingt­on-ríki í Banda­ríkj­un­um til greina sem áfyll­ing­arstaðir á leiðinni til San Francisco og Los Ang­eles. 

Um dag­inn flaug WOW air eitt lengsta flug sem sem flogið hef­ur verið á gerðinni Air­bus A321­neo til Los Ang­eles en þessi gerð véla er sú nýj­asta frá fram­leiðand­an­um.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK